24.9.2009 | 20:09
Tveir ritstjórar eins og í gamla daga á MBL.
Flott hjá Óskari Magnússyni útgefenda og stjórn Árvakurs að koma með tvo ritstjóra eins og var áður þegar Styrmir og Matthías voru ritstjórar.
Það var nú gott að hafa það þannig í ráðningunni að þessir tveir ritstjórar eru jafn réttháir.
Nú er það gott að Davíð getur sagt og skrifað um hvernig stefna Seðlabankastjóra var þá talin slæm í hans tíð,því núna öskra allir á vaxtalækkanir,og áður var Davíð kennt um og látinn fara með látum.
Hvað nú með nýja Seðlabankastjórn hvað gerir hún,vinnur á móti ríkisstjórn með vexti,var ekki Davíð kennt um það á þeim tíma og þvingaður út úr Seðlabankanum.
Greinilega í þessu er ekki sama hver er séra jón eða Davíð.
Þetta er hræðilegt að sjá uppá þessar uppsagnir starfsmanna hjá Óskari sem margir vinir mínir á MBL segja að hefði ekki þurft að koma til í þessu magni,heldur í formi þess að ráða ekki í stöður sem losna vegna annarra orsaka.
Það má líka koma hér fram að ég undirrituðum var sagt upp fyrir nokkrum árum sem fréttaritara MBL á landsbyggðinni ásamt 18 öðrum.En við mörg sem þurftum þá að hafa samskipti höfum tengst vinaböndum og haft samband við hvort annað.
Kæru vinir á MBL vil ég í lokin samhryggjast ykkur sem var sagt upp,og einnig vil ég fagna því að tveir ritstjórar jafnvígir séu ráðnir loks aftur á MBL.Það er að (annar ræður ekki yfir öðrum)
Góðir vinir á MBL:Það eru eftir að koma góðir tímar nú rétt bráðum.
Kveðja af Ströndum í þessum þrengingum.
Um bloggið
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.