15.9.2009 | 19:55
Við látum þetta ekki úr landi.
Verst af öllu er að svona ákvarðanir hafa vægi á orkuverð á landsbyggðinni sem ber nú alltof mikið af orkuverði á landsvísu.
Það má nefna að fyrr í sumar sagðist Orkubú Vestfjarða vera með lægsta orkuverð á landinu,trúi því hver sem vill,ekki ég sem er neytandi hér á Ströndum.
Það versta við allt saman var að sveitarfélögin sem voru aðaleigendur tildæmis Orkubús Vestfjarða seldu sinn hlut í Orkubúinu á sínum tíma og höfðu þar með ekki neinar ákvarðanir í stjórn Orkubúsins og þar með ákvörðunartöku sambandi við verð raforku.
Sveitarfélögin voru á þeim tíma raunverulega neydd til sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu vegna slæmrar stöðu þeyrra,fyrrum oddviti Árneshrepps gerði það og mörg önnur sveitarfélög í Strandasýslu og á Vestfjörðum af illri nauðsyn.
Það hefur nefnilega aldrei verið mikil búskapargreind að selja bestu mjólkurkýrnar sínar.
Orkubú Vestfjarða á að vera í okkar þágu og í eigu okkar Vestfirðinga.Og eins með raforkuver í öðrum landshlutum.
Sala í HS Orku samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.
Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.
Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.
Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.
Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.
Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:15
Hallur farðu nú að hætta.
Sjálfstæðisflokkurinn þinn er búinn að gera sig sekan um landráð.
Kyngdu því eins og maður í stað þess að væla.
Már (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.