Kannski aftur.

Sæl verið þið, kannski fer ég að manna mig upp í það að stunda bloggið aðeins aftur hér eftir mikið hlé.

Kveðja til ykkar vina aftur ef einhverjir eru eftir.


Forsetinn með þjóðinni.

Þjóðin fær að kjósa um Icesave enn og aftur.Þetta var gott hjá forseta vorum að láta þetta í hendur þjóðarinnar.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir ritstjórar eins og í gamla daga á MBL.

Flott hjá Óskari Magnússyni útgefenda og stjórn Árvakurs að koma með tvo ritstjóra eins og var áður þegar Styrmir og Matthías voru ritstjórar.

Það var nú gott að hafa það þannig í ráðningunni að þessir tveir ritstjórar eru jafn réttháir.

Nú er það gott að Davíð getur sagt og skrifað um hvernig stefna Seðlabankastjóra var þá talin slæm í hans tíð,því núna öskra allir á vaxtalækkanir,og áður var Davíð kennt um og látinn fara með látum.

Hvað nú með nýja Seðlabankastjórn hvað gerir hún,vinnur á móti ríkisstjórn með vexti,var ekki Davíð kennt um það á þeim tíma og þvingaður út úr Seðlabankanum.

Greinilega í þessu er ekki sama hver er séra jón eða Davíð.

Þetta er hræðilegt að sjá uppá þessar uppsagnir starfsmanna hjá Óskari sem margir vinir mínir á MBL segja að hefði ekki þurft að koma til í þessu magni,heldur í formi þess að ráða ekki í stöður sem losna vegna annarra orsaka.

Það má líka koma hér fram að ég undirrituðum var sagt upp fyrir nokkrum árum sem fréttaritara MBL á landsbyggðinni ásamt 18 öðrum.En við mörg sem þurftum þá að hafa samskipti höfum tengst vinaböndum og haft samband við hvort annað.

Kæru vinir á MBL vil ég í lokin samhryggjast ykkur sem var sagt upp,og einnig vil ég fagna því að tveir ritstjórar jafnvígir séu ráðnir loks aftur á MBL.Það er að (annar ræður ekki yfir öðrum)

Góðir vinir á MBL:Það eru eftir að koma góðir tímar nú rétt bráðum.

Kveðja af Ströndum í þessum þrengingum.


Við látum þetta ekki úr landi.

SmileVerst af öllu er að svona ákvarðanir hafa vægi á orkuverð á landsbyggðinni sem ber nú alltof mikið af orkuverði á landsvísu.Orkubú vestfjarða

Það má nefna að fyrr í sumar sagðist Orkubú Vestfjarða vera með lægsta orkuverð á landinu,trúi því hver sem vill,ekki ég sem er neytandi hér á Ströndum.

Það versta við allt saman var að sveitarfélögin sem voru aðaleigendur tildæmis Orkubús Vestfjarða seldu sinn hlut í Orkubúinu á sínum tíma og höfðu þar með ekki neinar ákvarðanir í stjórn Orkubúsins og þar með ákvörðunartöku sambandi við verð raforku.

Sveitarfélögin voru á þeim tíma raunverulega neydd til sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu vegna slæmrar stöðu þeyrra,fyrrum oddviti Árneshrepps gerði það og mörg önnur sveitarfélög í Strandasýslu og á Vestfjörðum af illri nauðsyn.

Það hefur nefnilega aldrei verið mikil búskapargreind að selja bestu mjólkurkýrnar sínar.

Orkubú Vestfjarða á að vera í okkar þágu og í eigu okkar Vestfirðinga.Og eins með raforkuver í öðrum landshlutum.


mbl.is Sala í HS Orku samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Ernir ekki einn um að vera hífaður á þingi.

Ég sem þetta skrifa og var atvinnubílsjóri í Reykjavík lengi eða til tuttugu ára veit það með vissu að Sigmundur Ernir er ekki einn um það að hafa stigið á þingpalla undir áhrifum áfengis,því miður.

Ég var leigubílstjóri lengi á Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR)og ók mörgum alþingismönnunum og ráðherrum á tímabilinu frá 1975 til 1995,og gæti nefnt mörg nöfn og dæmi bæði um ráðherra og almenna þingmenn á þeim tíma,en sem ég mun ekki gera,hvað þagnarskyldu mína varðar veit ég ekki hvað hún á að gilda lengi,en ég virti bara alltaf mína farþega háa sem láa.

Oft sá maður það svartara enn þetta en með Sigmund aumingjan að lenda í þessu,að maður var að keyra viðkomandi ráðherra árið 1985 eða 6,niðrá þing um kl 21:00 af skemmtun og sjá svo viðkomandi í Sjónvarpsfréttum (RÚV)kl í 22:00 fréttunum og halda þar ræðu og veita andsvör frá þingmönnum.Ekki orð um þetta þá en þessi ráðherra var mjög áberandi þegar hann smakkaði vín en gerði ekki heldur nema undir miklu álægi.

Ég tel þetta vínsull á þingi hafi tíðkast bara allt frá byrjun og bundið við menn úr öllum flokkum allavega þegar ég var í þessari keyrslu.Þetta á nátturlega ekki að viðgangast hvorki nú hné síðar og á að taka á þessum málum.

 

 

 


Eru olíufélögin ekki í lagi.

Hvað gengur alltaf á hjá þessum olífélögum,eru þetta ekki samráð,enn ekkert er gert við þessi glæpafélög.Þaug stela opinberlega og viðurkenna það,en ekkert gert,þarna er átt við þegar öll félögin hækkuðu olíverð áður en það var löglegt.

Komin er tími til að skoða olíufélögin aftur og láta þaug skila peningum aftur til notenda.

Hvar er nú guð ríkisstjórnar sem vill hjálpa heimilunum.


mbl.is Eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vorið komið?Eða sumarmálahret.

Það er alveg þess virði að pæla í því hvort vorið sé komið hér á Strandir fyrir alvöru eða hvort þetta sé bara smá sýnishorn af því fyrirbæri undanfarna daga.Margt bendir til þess að vorið sé komið eins og jörð er nú farin að hlýna neðanfrá fyrir nokkru,en það er nú alltaf á þessum árstíma.Spár fram í tímann eru oft ónákvæmar,Veðurstofa Íslands spáir eitthvað kólnandi á fimmtudag sumardaginn fyrsta með slyddu og síðan snjókomu.Norska veðurstofan YR.NO spáir NA hvassviðri og frosti með stórhríð frá Sumardeginum fyrsta og eins langt og þeyrra spá nær framí tímann.Þannig að það gæti verið eftir að koma alvöru sumarmálahret.Hér má sjá framtíðarspá www.yr.no

Verða að gera alveg hreint.

Það er ekkert skrýtið að fylgi hrinji af Sjálfstðisflokknum,því þeyr verða að gera alveg hreint fyrir sínum dyrum hvað þessa stóru styrki varða.Það er mín skoðun að Geir hafi tekið á sig ábyrgð vegna þess að hann er hættur.Stjórnmálamenn verða að athuga að kjósendur fylgjast með og eru engir asnar sem hægt er að bjóða hvað sem er.

 


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jón Guðbjörn Guðjónsson

Höfundur

Jón Guðbjörn Guðjónsson
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Ég er veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Litla-Ávík.
  • Drangaskörð.
  • Snati.
  • Snati.
  • Litla-Ávík.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband